Fjármögnun Raj Soni forstjóri Meniga leggur í nýrri vaxtarstefnu Meniga áherslu á einföldun á vöruframboði og sókn á nýja markaði.
Fjármögnun Raj Soni forstjóri Meniga leggur í nýrri vaxtarstefnu Meniga áherslu á einföldun á vöruframboði og sókn á nýja markaði.
Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga, sem er í fararbroddi í þróun á lausnum fyrir heimilisfjármál, hefur tryggt sér 15 milljóna evra fjármögnun, sem samsvarar um 2,2 milljörðum króna í D-fjármögnunarlotu

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga, sem er í fararbroddi í þróun á lausnum fyrir heimilisfjármál, hefur tryggt sér 15 milljóna evra fjármögnun, sem samsvarar um 2,2 milljörðum króna í D-fjármögnunarlotu. Í tilkynningu frá Meniga kemur fram að þátttakendur í fjármögnunarlotunni voru evrópskir bankar og fjármálastofnanir eins og Groupe BPCE, sem er önnur stærsta bankasamstæða Frakklands, portúgalski samvinnubankinn Crédito Agrícola og fjárfestingarfélagið Omega ehf., ásamt mörgum núverandi hluthöfum Meniga. Heildarfjárfestingin í Meniga til þessa nemur 55 milljónum evra eða tæplega 8,3 milljörðum króna.

Fjármagnið verður nýtt til að greiða skuldir og styðja nýja vaxtarstefnu Meniga með áherslu á að þróa enn frekar kjarnavörur sem lúta að gagnaauðgun og virðisaukandi persónusniðnum skilaboðum í fjármálaþjónustu. Sigþór Sigmarsson framkvæmdastjóri Omega segir að þátttaka þeirra sé vegna þess að Meniga er leiðandi í stafrænum bankalausnum á alþjóðamarkaði, en 100 milljón viðskiptavinir banka hafa aðgang að vörum þess í 30 löndum.