Ákall Samspil milli lita og forma er „ákall til boðefna mannslíkamans“.
Ákall Samspil milli lita og forma er „ákall til boðefna mannslíkamans“.
Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarmaður opnaði í gær málverkasýningu sína Frá Innri-Fagradal í Gallerí Gróttu. „Verkin eru unnin með vatnsleysanlegum olíu- og akrýllitum á striga og forðast klassíska myndbyggingu en sum eru samhverf,“ segir í tilkynningu

Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarmaður opnaði í gær málverkasýningu sína Frá Innri-Fagradal í Gallerí Gróttu. „Verkin eru unnin með vatnsleysanlegum olíu- og akrýllitum á striga og forðast klassíska myndbyggingu en sum eru samhverf,“ segir í tilkynningu.

„Fagurfræði verkanna ákvarðast af persónulegri skynjun listamannsins og þeirri merkingu sem felst í efni og formum. Verkin eru hvorki abstrakt né fígúratíf en samspilið milli lita og forma er ákall til boðefna mannslíkamans og sjón- og huglægra áhrifa lita.“ Titill sýningarinnar er sagður vísa til hins innra landslags til­finninga en einnig til Innri-Fagradals á Skarðsströnd þar sem afi Sigrúnar fæddist. Sýningin stendur til 13. janúar.