Sýning með útskriftarverkum þeirra nemenda sem ljúka diplómunámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í lok árs 2023 verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag, föstudaginn 15. desember, kl

Sýning með útskriftarverkum þeirra nemenda sem ljúka diplómunámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í lok árs 2023 verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag, föstudaginn 15. desember, kl. 15.

„Útskriftarverkin á sýningunni eru fjölbreytt enda viðfangsefni nemenda, listræn sýn og fagurfræði ólík. Endurspegla verkin þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum,“ segir í tilkynningu. Nemendurnir sem eiga verk á sýningunni eru Ásta Guðrún Óskarsdóttir, Grace Claiborn Barbörudóttir, Harpa Thors, Heiðrún Fivelstad, Helgi Vignir Bragason og Natasha Harris. Sýningin stendur til 14. janúar.