Mengi
Mengi
Hinn 12. desember síðastliðinn voru 10 ár liðin frá fyrstu tónleikunum í menningarhúsinu og tónleikastaðnum Mengi á Óðinsgötu. Mengi býður því til veislu í kvöld, föstudaginn 15. desember, milli kl. 18 og 21 þar sem gestir geta „notið léttra…

Hinn 12. desember síðastliðinn voru 10 ár liðin frá fyrstu tónleikunum í menningarhúsinu og tónleikastaðnum Mengi á Óðinsgötu. Mengi býður því til veislu í kvöld, föstudaginn 15. desember, milli kl. 18 og 21 þar sem gestir geta „notið léttra veitinga og hlýtt á 10 stutt, sérvalin atriði í boði hússins og listamannanna“, eins og segir í tilkynningu frá staðarhöldurum.

„Í Mengi er lagt upp úr að efla samtal milli ólíkra kynslóða tónlistarmanna og fagfólks á sviði tónlistar og tónlistartengdrar starfsemi en þannig hefur staðurinn byggt upp öflugt alþjóðlegt tengslanet sem skapandi tónlistarfólk hefur getað nýtt sér til framdráttar. Árið 2022 hlaut Mengi heiðursverðlaun norræna tónskáldaráðsins fyrir ómetanlegt framlag til nýrrar tónlistar.“