• Auður Íris Ólafsdóttir hættir um áramót sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik en hún hefur stýrt því með góðum árangri frá árinu 2021 ásamt Arnari Guðjónssyni
  • Auður Íris Ólafsdóttir hættir um áramót sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik en hún hefur stýrt því með góðum árangri frá árinu 2021 ásamt Arnari Guðjónssyni. Stjarnan er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni í vor.
  • Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið úrskurðaður í ótímabundið bann í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann var nýkominn úr fimm leikja banni þegar hann sló Jusuf Nurkic, leikmann Phoenix Suns, í leik liðanna í vikunni.
  • Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur yfirgefið herbúðir búlgarska félagsins CSKA 1948 Sofia. Viðar Örn gekk til liðs við félagið síðasta sumar frá Atromitos í Grikklandi en er nú laus allra mála. Sóknarmaðurinn lék 13 leiki og skoraði eitt mark fyrir CSKA 1948 Sofia.
  • Knattspyrnukonan Marín Rún Guðmundsdóttir er gengin í raðir uppeldisfélags síns Keflavíkur eftir að hafa leikið með Njarðvík í sumar. Marín Rún, sem er 26 ára, á að baki 85 leiki í efstu tveimur deildum Íslands, flesta fyrir Keflavík, en hún lék einn bikarleik fyrir Njarðvík í ár.