Rúv Ríkissjónvarpið elskar pöndur í Kína.
Rúv Ríkissjónvarpið elskar pöndur í Kína. — AFP
Ég horfi alltaf á fréttir. 14. nóvember sat ég límdur við skjáinn. Sama dag reyndi ljósmyndari RÚV einmitt að fara inn í mannlaust hús í Grindavík. Ég beið spenntur fyrir framan skjáinn því ég bjóst allt eins við því að þetta yrði fyrsta, önnur eða jafnvel þriðja frétt

Bjarni Helgason

Ég horfi alltaf á fréttir. 14. nóvember sat ég límdur við skjáinn. Sama dag reyndi ljósmyndari RÚV einmitt að fara inn í mannlaust hús í Grindavík. Ég beið spenntur fyrir framan skjáinn því ég bjóst allt eins við því að þetta yrði fyrsta, önnur eða jafnvel þriðja frétt. Ég var líka spenntur að sjá hvernig þetta yrði eiginlega tæklað. RÚV sendi nefnilega frá sér áhugaverða yfirlýsingu vegna málsins fyrr um daginn. Við höfum rakið atvikið til misskilnings og óðagots á vettvangi, en munum í kjölfarið fara yfir verkferla okkar og vinnureglur og brýna fyrir öllum þeim sem fara á vettvang að virða einkalíf og eigur Grindvíkinga, og valda þeim ekki meiri óþægindum eða sorg en þeir hafa þegar orðið fyrir,“ sagði í yfirlýsingu RÚV. Það eina sem vantaði var í raun bara að Georg Bjarnfreðarson hefði skrifað undir yfirlýsinguna. Þegar fréttatímanum var að ljúka beið ég svo spenntur eftir lokaorðunum. „Við ljúkum þessum fréttatíma á ljósmyndara Ríkissjónvarpsins reyna að komast inn í mannlaust hús í Grindavík.“ Af því varð ekki, því miður. Gullnu tækifærið sóað að mínu mati. Það ríkir nefnilega mikil pönduást í Efstaleitinu og eins og svo oft áður lauk fréttatímanum á pöndum að leika sér í einhverjum dýragarði í Kína.