Morgunblaðið greindi frá því í gær að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hygðist leggja fram frumvarp til laga sem ætti að flýta uppbyggingu vindorkuvera. „Þetta er fyrst og fremst mikil einföldum til þess að flýta grænni orkuöflun. Ég held að öllum sé ljóst hversu mikilvægt það er,“ segir ráðherrann, og bætir við að með þessu sé gert ráð fyrir að þingið geti „með einfaldri þingsályktunartillögu komið með þann ramma sem það vill sjá um vindorkukosti og ef þeir kostir uppfylla sett skilyrði getur ráðherra að höfðu samráði sent þá til sveitarfélaga í stað þess að málið fari í gegnum hefðbundið ferli rammaáætlunar“.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hygðist leggja fram frumvarp til laga sem ætti að flýta uppbyggingu vindorkuvera. „Þetta er fyrst og fremst mikil einföldum til þess að flýta grænni orkuöflun. Ég held að öllum sé ljóst hversu mikilvægt það er,“ segir ráðherrann, og bætir við að með þessu sé gert ráð fyrir að þingið geti „með einfaldri þingsályktunartillögu komið með þann ramma sem það vill sjá um vindorkukosti og ef þeir kostir uppfylla sett skilyrði getur ráðherra að höfðu samráði sent þá til sveitarfélaga í stað þess að málið fari í gegnum hefðbundið ferli rammaáætlunar“.

Nú eru vindorkuver engin prýði í landslaginu og að auki mun óöruggari orkuöflunarkostur en vatnsaflsvirkjanir eða jarðvarmavirkjanir. Vissulega er brýnt að hrinda virkjanaframkvæmdum af stað og svo virðist sem veruleg og jákvæð viðhorfsbreyting sé orðin á Alþingi um þau mál, eins og Morgunblaðið hefur greint frá.

Með því að einfalda uppbyggingu vindorkuvera en gera ekkert til að koma augljósum virkjanakostum vatnsafls af stað er hins vegar hætt við að hér spretti upp óhóflegt magn af vindmyllum en áfram verði of lítið virkjað af bestu kostunum.

Er ekki nær að setja bestu kostina í forgang og láta hina mæta afgangi?