Kristian Willumsen og Guðmundur Fertram Sigurjónsson.
Kristian Willumsen og Guðmundur Fertram Sigurjónsson.
Coloplast er í fararbroddi á heimsvísu á nokkrum þeirra markaða sem það starfar á. Allir tengjast þeir lækningavörum með einum eða öðrum hætti. En fyrirtækið hefur vantað nokkuð upp á að vera með leiðandi stöðu þegar kemur að sárameðferðum

Coloplast er í fararbroddi á heimsvísu á nokkrum þeirra markaða sem það starfar á. Allir tengjast þeir lækningavörum með einum eða öðrum hætti. En fyrirtækið hefur vantað nokkuð upp á að vera með leiðandi stöðu þegar kemur að sárameðferðum. Lykillinn að því að breyta því er Kerecis, ísfirska hátæknifyrirtækið sem breytir þorskroði í lífgjöf fyrir fólk sem glímir við alvarlegustu sár sem lagst geta á mannslíkamann.

Búa yfir tilteknum eiginleikum

Þetta kemur fram í áhugaverðu samtali sem blaðamaður ViðskiptaMoggans átti við Kristian Villumsen forstjóra Coloplast og Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra Kerecis. Þeir telja að hvort fyrirtæki um sig búi yfir tilteknum eiginleikum sem nýtast muni hinu á komandi árum. Og þeir eru hvergi bangnir þegar þeir segja að velta Kerecis, sem nú nemur um 100 milljónum dollara á ári, geti numið milljörðum dollara þegar upp er staðið.

Athyglisvert er að heyra Kristian lýsa því þegar hann sannfærðist um mikilvægi þess að Coloplast festi kaup á Kerecis. Og það var ekki einföld ákvörðun. Það hefur ekki beint verið hluti af DNA-mengi danska risans að kaupa fyrirtæki eða yfirtaka.

Kristian segir Íslandstengingu fyrirtækisins mikilvæga. Hann hreifst fyrir löngu af landinu og finnst hvergi skemmtilegra að vera en við árbakkann í Laxá í Aðaldal.