50 ára Rúnar er fæddur og uppalinn á Akranesi en býr í Reykjavík. Hann er með BS-gráðu í landfræði frá HÍ og MS-gráðu í umhverfismati og stjórnun frá Oxford Brookes í Oxford, Englandi. Rúnar er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Mannviti. Hann er meðlimur í Skagagolfi og Spilabræðrum og hefur einnig tekið þátt í starfi Fálkanna hjá knattspyrnufélaginu Val. Áhugamálin eru fótbolti, golf, lestur góðra bóka og samvera með fjölskyldu.
Fjölskylda Eiginkona Rúnars er Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, f. 1971, rekur eigið fyrirtæki, Apríl almannatengsl. Börn þeirra eru Bjarni Ívar, f. 1997, Ísold Kristín, f. 1999, og Gísli Dan, f. 2006. Foreldrar Rúnars eru hjónin Bjarni Oddgeir Vestmann Þóroddsson, f. 1943, byggingatæknifræðingur, og Kristín Jórunn Dýrmundsdóttir, f. 1945, sjúkraliði. Þau eru búsett á Akranesi.