Álfrún Helga Örnólfsdóttir mætti í hljóðver K100 þar sem hún ræddi um nýtt verk sem hún leikstýrir, Eitruð lítil pilla. Borgarleikhúsið tryggði sér sýningarrétt á rokksöngleiknum sem verður sýndur á nýju ári

Álfrún Helga Örnólfsdóttir mætti í hljóðver K100 þar sem hún ræddi um nýtt verk sem hún leikstýrir, Eitruð lítil pilla. Borgarleikhúsið tryggði sér sýningarrétt á rokksöngleiknum sem verður sýndur á nýju ári. Eitruð lítil pilla byggist á tónlist af plötu Alanis Morrisette Jagged Little Pill sem var ein áhrifamesta plata tíunda áratugarins. Handritið skrifaði Diablo Cody sem er þekktust fyrir handritið að kvikmyndinni Juno. Söngleikurinn var fyrst sýndur á Broadway en flakkar nú um heiminn. Lestu meira á K100.is.