Íslendingar eru meðal efstu þjóða í heilsurækt og hreyfingu í nýjum samanburði OECD á heilbrigðismálum á Íslandi og í löndum Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins. Hins vegar er ofþyngd og offita sögð vera heilsufarslegt vandamál hér á…
- Íslendingar eru meðal efstu þjóða í heilsurækt og hreyfingu í nýjum samanburði OECD á heilbrigðismálum á Íslandi og í löndum Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins. Hins vegar er ofþyngd og offita sögð vera heilsufarslegt vandamál hér á landi.
Ísland kemur vel út í samanburði á heilsufari eldri borgara í Evrópu og lífslíkur fólks við 65 ára aldur eru nokkru hærri hér. Mun lægra hlutfall íslenskra karla og kvenna á þessu aldursskeiði á við langvinn heilsufarsvandamál að stríða en eldri borgarar að meðaltali í samanburðarlöndunum. » 14