Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Flugumferðarstjórar voru fyrstu fórnarlömb eldgossins en Týr í Viðskiptablaðinu einhendir sér í að ræða klæki í kjarabaráttu: „Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir fór í sitt reglubundna verkfall fyrr á árinu áttuðu flestir sig á að breyta þarf fyrirkomulagi kjaraviðræðna.

Flugumferðarstjórar voru fyrstu fórnarlömb eldgossins en Týr í Viðskiptablaðinu einhendir sér í að ræða klæki í kjarabaráttu: „Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir fór í sitt reglubundna verkfall fyrr á árinu áttuðu flestir sig á að breyta þarf fyrirkomulagi kjaraviðræðna.

Það verður ekki lengur við unað að óábyrgir skemmdarvargar haldi kjaraviðræðum í heljargreipum með því að neita að taka þátt í atkvæðagreiðslum eins og í ljós kom í Eflingarverkfallinu á útmánuðum.“

Þar hafi ríkissáttasemjara skort heimild til að láta greiða atkvæði um miðlunartillögur, sem hefði verið betri leið en lög til að leysa „vinnudeilu efnamanna úr stétt flugumferðarstjóra.

Slíkt frumvarp var samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna í vor. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kaus Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að leggja það ekki fram á þingi. Það gerði hann að ósk ófriðaraflanna innan verkalýðshreyfingarinnar.

Það voru dýrkeypt mistök eins og komið hefur á daginn […] Hefðu stjórnarflokkarnir hugrekkið til að klára málið hefði það verið gert. Hugleysi þeirra á eftir að reynast dýrkeypt.“ Fyrir vikið hefur ríkissáttasemjarinn engin verkfæri nema vöfflujárnið og er ófært að gegna hlutverki sínu.