Vosbúð Volaða land í leikstjórn Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á árinu.
Vosbúð Volaða land í leikstjórn Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á árinu.
Fyrir ári tilkynnti stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) að breytingar yrðu gerðar á Eddunni í þá veru að kvikmyndaverðlaun og sjónvarpsverðlaun yrðu frá og með 2024 afhent hvor í sínu lagi

Fyrir ári tilkynnti stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) að breytingar yrðu gerðar á Eddunni í þá veru að kvikmyndaverðlaun og sjónvarpsverðlaun yrðu frá og með 2024 afhent hvor í sínu lagi.

„Eddan, íslensku kvikmyndaverðlaunin 2024, mun því ein­göngu verðlauna kvikmyndir (bíómyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir) og þá einstaklinga sem að þeim koma. Fyrirkomulag sjónvarpsverðlauna verður kynnt innan tíðar, en gert er ráð fyrir að sú verðlaunaafhending fari fram haustið 2024,“ segir í tilkynningu frá ÍKSA. Þar kemur fram að starfsreglur Eddunnar hafa verið uppfærðar og megi sjá á vefnum eddan.is/starfsreglur/. Opnað hefur verið fyrir innsendingar kvikmyndaverka fyrir Edduna 2024. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2023.