ESB Von der Leyen sagði sáttmálann „sögulegt samkomulag“.
ESB Von der Leyen sagði sáttmálann „sögulegt samkomulag“. — AFP/John Thys
Evrópusambandið samþykkti í gær að endurskoða hæliskerfi innflytjenda, sem felur í sér fleiri varðhaldsstöðvar á landamærum og hraðari brottvísanir og er gert ráð fyrir að kosið verði um breytingarnar fyrir júní 2024

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Evrópusambandið samþykkti í gær að endurskoða hæliskerfi innflytjenda, sem felur í sér fleiri varðhaldsstöðvar á landamærum og hraðari brottvísanir og er gert ráð fyrir að kosið verði um breytingarnar fyrir júní 2024. Umbæturnar í nýjum sáttmála fela í sér hraðara eftirlit með óreglulegum komum, stofnun varðhaldsstöðva á landamærum, hraðari brottvísun hælisleitenda sem hefur verið hafnað og samstöðukerfi til að draga úr þrýstingi frá suðrænum löndum sem búa við mikið innstreymi innflytjenda.

Margir innan Evrópusambandsins fögnuðu þessu bráðabirgðasamkomulagi um nýjan sáttmála fyrir hælisleitendur og að það væri tími til kominn að takast á við ólöglega innflytjendur, en á sama tíma að virða lög um mannréttindi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist fagna því að „sögulegt samkomulag um sanngjarna og raunhæfa nálgun við stjórnun fólksflutninga hefði náðst“.

Tugir góðgerðarsamtaka sem aðstoða innflytjendur gagnrýndu breytingarnar, þ.á m. Amnesty International, Oxfam og Sea-Watch.