Spennt Klara getur ekki beðið eftir jólunum.
Spennt Klara getur ekki beðið eftir jólunum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Klara Einarsdóttir – Handa þér Söngkonan unga Klara Einarsdóttir er dóttir Einars Bárðarsonar sem samdi lagið Handa þér fyrir 25 árum. Lagið var sungið af Gunnari Ólafssyni og Einari Ágústi Víðissyni

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Klara Einarsdóttir – Handa þér

Söngkonan unga Klara Einarsdóttir er dóttir Einars Bárðarsonar sem samdi lagið Handa þér fyrir 25 árum. Lagið var sungið af Gunnari Ólafssyni og Einari Ágústi Víðissyni. Nú er lagið komið í nútímalegri búning.

„Ég er að gefa út nýja útgáfu af jólalaginu Handa þér. Lagið er samið af Einari Bárðarsyni og framleitt af Ingimari Tryggvasyni. Ég er ekkert eðlilega spennt fyrir jólunum og vonandi kemur lagið ykkur í jólaskapið,“ segir Klara í kynningunni á laginu.

Thorsteinn Einarsson – A Christmas Card

Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson missti stóra bróður sinn rétt fyrir jólin í fyrra og upplifir jólatímann nú öðruvísi en áður. Hann hefur búið í Austurríki síðustu ár og starfar þar sem tónlistarmaður.

„Ég hef verið að gera tónlist í um tíu ár og var að gefa út fyrsta jólalagið mitt. Ég samdi lagið því ég var farinn að kvíða jólunum og varð orðinn stressaður. Það er af því að ég missti stóra bróður minn í fyrra rétt fyrir jól. Þau jól voru mjög erfið og þetta árið varð ég stressaður þegar jólin nálguðust. Ég var farinn að spyrja sjálfan mig, má ég hafa gaman? Er það í lagi að ég vilji njóta og hafa gaman um jólin þrátt fyrir að ég sakni hans svo mikið? Og úr varð A Christmas Card,“ segir Thorsteinn í kynningunni á laginu.