Kvikmynd Helenu Stefáns Magneudóttur, Natatorium, verður heimsfrumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, IFFR, sem fram fer 25. janúar til 4. febrúar 2024. Myndin verður sýnd í flokknum Bright Futures, þar sem sjónum er beint að frumraunum leikstjóra í fullri lengd

Kvikmynd Helenu Stefáns Magneudóttur, Natatorium, verður heimsfrumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, IFFR, sem fram fer 25. janúar til 4. febrúar 2024. Myndin verður sýnd í flokknum Bright Futures, þar sem sjónum er beint að frumraunum leikstjóra í fullri lengd. Natatorium fjallar um unga stúlku sem dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan kemur saman koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.