Sr. Friðrik
Sr. Friðrik
KFUM og KFUK hafa beðið þá sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna, afsökunar. Afsökunarbeiðnin birtist í tilkynningu sem var meðal annars birt á heilsíðu í Morgunblaðinu í gær

KFUM og KFUK hafa beðið þá sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna, afsökunar. Afsökunarbeiðnin birtist í tilkynningu sem var meðal annars birt á heilsíðu í Morgunblaðinu í gær. Segir þar að vitnisburðir hafi komið fram sem séu hafnir yfir skynsamlegan vafa um að sr. Friðrik hafi í skjóli virðingarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega. Samtökin óskuðu í lok október eftir því að fólk myndi hafa samband ef það hefði lent í slíku ofbeldi eða vissi af því.

Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi, sem tók á móti sögum þolenda ásamt Bjarna Karlssyni presti, sagði við mbl.is í gær að örfáir hefðu stigið fram.