Fasteignir Raunverðið er nú 3,6% lægra en á sama tíma í fyrra.
Fasteignir Raunverðið er nú 3,6% lægra en á sama tíma í fyrra.
Undirrituðum kaupsamningum er tekið að fjölga á ný þegar fjöldinn er borinn saman við sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um 12% milli ára í september og um 21% milli ára í október, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans

Undirrituðum kaupsamningum er tekið að fjölga á ný þegar fjöldinn er borinn saman við sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um 12% milli ára í september og um 21% milli ára í október, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans.

Árstaktur vísitölu íbúðaverðs hækkaði úr 2,9% í 3,4% í nóvember en vísitalan hækkaði um 0,1% milli mánaða í nóvember samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað milli ára síðustu sjö mánuði. Raunverðið er nú 3,6% lægra en á sama tíma í fyrra.

Í Hagsjánni segir að erfitt sé að segja til um þróun íbúðaverðs næstu mánuði. Þrátt fyrir vaxtastigið sé nokkur kraftur í eftirspurninni og ekki farið að bera á viðvarandi nafnverðslækkunum.

„Líkt og við höfum fjallað um í nýlegum hagsjám hefur fyrstu kaupendum fjölgað á ný og hlutfall þeirra af öllum kaupendum hækkað. Það hlýtur að skýrast að hluta til af fjölgun hlutdeildarlána en einnig af umræðu um íbúðaskort og ónóga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þá er ekki óhugsandi að óbreytt stýrivaxtastig í vetur og kaupmáttaraukning hafi áhrif á markaðinn,“ segir í Hagsjánni.