40 ára Snjólaug ólst upp í Tromsö, París og Hafnarfirði og býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í handritsgerð frá University of Westminster í London og starfar sem handritshöfundur og uppistandari. „Ég er rosalega góð í að gera ekki neitt,“ segir Snjólaug um áhugamál sín

40 ára Snjólaug ólst upp í Tromsö, París og Hafnarfirði og býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í handritsgerð frá University of Westminster í London og starfar sem handritshöfundur og uppistandari. „Ég er rosalega góð í að gera ekki neitt,“ segir Snjólaug um áhugamál sín. „En ég reyni nú að hreyfa mig einstaka sinnum, aðallega svo ég geti borðað góðan mat með góðu fólki.“


Fjölskylda Sonur Snjólaugar er Kári Hrafn Stefánsson, f. 2023. Foreldrar Snjólaugar eru Lúðvík Börkur Jónsson, f. 1963, sjávarútvegsfræðingur, búsettur í Reykjavík, og Gauja Sigríður Karlsdóttir, f. 1960, kokkur, búsett í Hafnarfirði.