Iowa Trump á kosningafundi í Iowa.
Iowa Trump á kosningafundi í Iowa. — AFP/Scott Olson
Hæstiréttur Colorado-ríkis í Bandaríkjunum hefur dæmt í máli Donalds Trumps, fv. forseta Bandaríkjanna, og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki hæfur til að gegna forsetaembættinu í Bandaríkjunum vegna aðildar sinnar að árásinni á þinghúsið í Washington DC 6

Hæstiréttur Colorado-ríkis í Bandaríkjunum hefur dæmt í máli Donalds Trumps, fv. forseta Bandaríkjanna, og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki hæfur til að gegna forsetaembættinu í Bandaríkjunum vegna aðildar sinnar að árásinni á þinghúsið í Washington DC 6. janúar 2021. Dómurinn var kveðinn upp á þriðjudaginn.

„Meirihluti dómstólsins telur að Trump sé vanhæfur til að gegna embætti forseta samkvæmt þriðja þætti fjórtándu stjórnarskrárbreytingar Bandaríkjanna,“ segir í dómi hæstaréttar Colorado. Vegna þessa sé ekki hægt að skrá hann sem forsetaframbjóðanda í forsetakosningunum á næsta ári.

Niðurstaða dómsins vakti hörð viðbrögð stuðningsmanna Trumps og úr kosningabúðum hans komu þær fréttir að Trump myndi áfrýja dómi Colorado-ríkis til Hæstaréttar Bandaríkjanna.