Forest Nuno Espírito Santo er með talsverða reynslu í úrvalsdeildinni.
Forest Nuno Espírito Santo er með talsverða reynslu í úrvalsdeildinni. — AFP/Safin Hamid
Portúgalinn Nuno Espírito Santo var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska félagsins Nottingham Forest. Hann tekur við af Steve Cooper sem var sagt upp en Forest er í fjórða neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með þrjá sigra í 17 leikjum

Portúgalinn Nuno Espírito Santo var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska félagsins Nottingham Forest. Hann tekur við af Steve Cooper sem var sagt upp en Forest er í fjórða neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með þrjá sigra í 17 leikjum. Nuno er 49 ára fyrrverandi markvörður, m.a. hjá Porto. Hann var áður stjóri Wolves frá 2017 til 2021 og síðan Tottenham í aðeins fjóra mánuði. Hann var síðast hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu en var sagt upp í nóvember.