Indhu Rubasingham
Indhu Rubasingham
Indhu Rubasingham hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Breska þjóðleikhússins sem í daglegu tali er kallað The National og stendur við Thames í London. Mun ráðning hennar brjóta blað í 60 ára sögu leikhússins því hún mun vera fyrsta konan sem er ráðin í stöðuna

Indhu Rubasingham hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Breska þjóðleikhússins sem í daglegu tali er kallað The National og stendur við Thames í London. Mun ráðning hennar brjóta blað í 60 ára sögu leikhússins því hún mun vera fyrsta konan sem er ráðin í stöðuna.

Rubasingham flytur sig um set frá Kiln-leikhúsinu (áður The Tricycle) í Norðvestur-Lonodon og leysir núverandi stjórnanda The National, Rufus Norris, af hólmi en þó ekki fyrr en á leikárinu 2025, að því er segir í frétt BBC.

Rubasingham, sem er dóttir innflytjenda frá Srí Lanka, lét hafa eftir sér að það væri mikill heiður að fá að taka þátt í næsta kafla þessarar goðsagnakenndu stofnunar.