Hulli Hugleikur Dagsson.
Hulli Hugleikur Dagsson. — Morgunblaðið/Golli
Hugleikur Dagsson, teiknimyndahöfundur og uppistandari, hefur opnað sýningu í Havaríi. Þar sýnir hann teikningar af íslenskum dægurlögum. „Gömul lög! Ný lög! Gamlar teikningar! Nýjar teikningar! Orginal teikningar! Prentverk! Allt til sölu! Tilvalið …

Hugleikur Dagsson, teiknimyndahöfundur og uppistandari, hefur opnað sýningu í Havaríi. Þar sýnir hann teikningar af íslenskum dægurlögum. „Gömul lög! Ný lög! Gamlar teikningar! Nýjar teikningar! Orginal teikningar! Prentverk! Allt til sölu! Tilvalið í jólapakkann! Næs!“ Þannig hljóðar tilkynningin frá Havaríi. Sýningin stendur fram yfir jól.

„Eftir viðkomu í ýmsum geirum og landshlutum hefur Havarí leitað aftur í ræturnar með myndlistar-, hönnunar- og viðburðarými í Álfheimum 6. Fyrirbærið var stofnað 2009 af hjónunum Berglindi Häsler og Svavari Pétri Eysteinssyni, Prins Póló. Í Álfheimunum er hægt að nálgast verk eftir Prinsinn og Hirðina, fólkið í kringum þau hjónin.“