Ósló Sædís Rún Heiðarsdóttir leikur með Vålerenga næstu árin.
Ósló Sædís Rún Heiðarsdóttir leikur með Vålerenga næstu árin. — Morgunblaðið/Eggert
Sædís Rún Heiðarsdóttir, landsliðskonan unga í knattspyrnu, er gengin til liðs við Noregsmeistarana Vålerenga og samdi við þá til þriggja ára. Sædís er 19 ára og var fyrirliði U19 ára landsliðsins sem lék á EM í sumar og hún vann sér sæti í A-landsliðinu í haust

Sædís Rún Heiðarsdóttir, landsliðskonan unga í knattspyrnu, er gengin til liðs við Noregsmeistarana Vålerenga og samdi við þá til þriggja ára. Sædís er 19 ára og var fyrirliði U19 ára landsliðsins sem lék á EM í sumar og hún vann sér sæti í A-landsliðinu í haust. Sædís er uppalin hjá Víkingi í Ólafsvík en meistaraflokksferillinn er allur með Stjörnunni þar sem hún hefur leikið 71 leik í efstu deild og skorað þrjú mörk, öll á síðasta tímabili.