Guðrún Kvaran
Guðrún Kvaran
Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í fundarsal Alþingis nýlega. Félagið er eina félagið sem heldur aðalfund sinn í sal Alþingis, að því er fram kemur á vef þingsins. Það var stofnað af alþingismönnum 19

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í fundarsal Alþingis nýlega. Félagið er eina félagið sem heldur aðalfund sinn í sal Alþingis, að því er fram kemur á vef þingsins. Það var stofnað af alþingismönnum 19. ágúst 1871 og eru aðalfundir haldnir annað hvert ár.

Birgir Ármannsson forseti Alþingis setti fundinn og stjórnaði honum. Dr. Guðrún Kvaran var endurkjörin forseti félagsins og Ármann Jakobsson er nýr varaforseti í stað Gunnars Stefánssonar, sem hverfur úr stjórn.

Karl M. Kristjánsson og Björk Ingimundardóttir voru endurkjörin meðstjórnendur og Margrét Eggertsdóttir var kosin ný í stjórn, sem meðstjórnandi. Endurskoðendur voru endurkjörnir Friðrik Ólafsson og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.
Þjóðvinafélagið gefur út ritin Almanak og Andvara svo sem það hefur gert frá stofnun þess. sisi@mbl.is