Bjarki Hólmgeir Halldórsson starfar sem ýtumaður hjá Ístaki og var á vinnusvæðinu við varnargarðana þegar eldgosið hófst. Hann segist seint munu gleyma þessum degi en hann var á línunni í morgunþættinum Ísland vaknar

Bjarki Hólmgeir Halldórsson starfar sem ýtumaður hjá Ístaki og var á vinnusvæðinu við varnargarðana þegar eldgosið hófst. Hann segist seint munu gleyma þessum degi en hann var á línunni í morgunþættinum Ísland vaknar. „Ég var að taka á móti efni uppi á varnargörðunum og var stutt síðan ég leit í þessa átt. Stuttu síðar heyrði ég í talstöðinni þar sem einhver spurði hvaða svaðalegi bjarmi þetta væri. Þá leit ég upp,“ sagði Bjarki og þurfti þá að hafa hraðar hendur við að koma sér í burtu.

Lestu meira á K100.is.