Norður ♠ ÁD6 ♥ ÁKG95 ♦ 104 ♣ G102 Vestur ♠ 872 ♥ 763 ♦ D983 ♣ K74 Austur ♠ KG105 ♥ 1084 ♦ KG2 ♣ 865 Suður ♠ 943 ♥ D2 ♦ Á765 ♣ ÁD93 Suður spilar 3G

Norður

♠ ÁD6

♥ ÁKG95

♦ 104

♣ G102

Vestur

♠ 872

♥ 763

♦ D983

♣ K74

Austur

♠ KG105

♥ 1084

♦ KG2

♣ 865

Suður

♠ 943

♥ D2

♦ Á765

♣ ÁD93

Suður spilar 3G.

Stöðugt tal fuglanna um regluverkið í vörninni er farið að þreyta Göltinn. Í hans augum snýst góð vörn um rökrétta túlkun á ÖLLUM þeim upplýsingum sem fyrir liggja – köllum og frávísunum vissulega, en líka sögnum og ekki síst spilamennsku sagnhafa. „Þar er fjársjóð að finna,“ segir hann.

Suður spilar 3G eftir einfaldar sagnir: 1♣-1♥-1G-3G. Útspilið er spaðaátta (toppur af engu) og sagnhafi lætur drottninguna úr borði. Gölturinn setur sig í spor austurs, sem ætti að velta fyrir sér af hverju sagnhafi svínar spaðadrottningu.

„Suður veit vel að svíningin er vonlaus. Tilgangurinn er því augljóslega sá að slíta samganginn ef átta vesturs er frá tvíspili. Næst ætlar hann að drepa á spaðaás og svína í laufi og þá skiptir engu máli hvernig spaðinn liggur. En honum verður ekki kápan úr því klæðinu ef austur er vakandi og skiptir yfir í tígulgosa.“