Nýjar reglur Ekki eru allir sáttir við breytinguna á reglugerðinni.
Nýjar reglur Ekki eru allir sáttir við breytinguna á reglugerðinni. — Morgunblaðið/Kristinn
Í drögum að breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem birtist í samráðsgátt stjórnvalda nú á dögunum, kemur fram að óheimilt sé að…

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Í drögum að breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem birtist í samráðsgátt stjórnvalda nú á dögunum, kemur fram að óheimilt sé að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Kemur þar fram að reglugerðin hafi það að markmiði að tryggja heilbrigði dýra og manna með því að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins og þá séu tillögurnar byggðar á mati og greiningu Matvælastofnunar.

Gagnrýni

Í innsendum umsögnum í samráðsgáttinni er beðið um rökstuðning fyrir breytingunni en svo virðist sem hún komi illa við marga. Þá er meðal annars bent á að flugfélögin sjálf ættu að fá að ráða því hvort þau leyfi hunda og ketti í farþegarýminu og breytingin sé mjög íþyngjandi fyrir innflutning smárra hunda þar sem hundainnflytjendur þekki vel að mun betra sé fyrir hundana að vera hjá eigendum sínum meðan á fluginu stendur.

Einnig geti smáhundar átt í erfiðleikum með að þola kuldann í farangursrými flugvéla en nauðsynlegt sé að taka tillit til velferðar dýranna. Því þurfi að finna betri lausn fyrir lítil dýr og gera flutning þeirra til nýrra heimkynna að sem bestri upplifun og stuðla að streitulausum flutningi.

Höf.: Anna Rún Frímannsdóttir