Deilur Jarðgerðarstöðin á Álfsnesi.
Deilur Jarðgerðarstöðin á Álfsnesi. — Morgunblaðið/Eggert
„Það er mat lögmanna Sorpu að rétt sé að afla heimildar til að vísa málinu til Hæstaréttar til að fá afstöðu réttarins til ágreiningsefnisins,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu

„Það er mat lögmanna Sorpu að rétt sé að afla heimildar til að vísa málinu til Hæstaréttar til að fá afstöðu réttarins til ágreiningsefnisins,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.

Sorpa hefur falið lögmönnum sínum að leita heimildar til áfrýjunar niðurstöðu Landsréttar í máli Íslenskra aðalverktaka gegn fyrirtækinu.

Landsréttur staðfesti í október niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Sorpu bæri að greiða ÍAV rúmar 88 milljónir króna í tengslum við útboð fyrirtækisins við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á Álfsnesi. Fjögur tilboð bárust á sínum tíma í verkið en ekki var gengið að neinu þeirra sökum þess að þau voru öll 10% hærri en kostnaðaráætlun. Í kjölfarið ákvað Sorpa að hefja samningsferli við þá kaupendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur.

Þrjú félög tóku þátt í samningsferlinu, þar á meðal fyrirtækið sem fékk verkið og Íslenskir aðalverktakar. Í dómi segir að ljósi óskýrleika skilmála útboðsins hafi fyrirtækin tvö ekki setið við sama borð. Af þeim sökum voru tilboðin ekki samanburðarhæf og byggð á mismunandi forsendum.
hdm@mbl.is