Kæsing Verkunarferli hákarls tekur yfirleitt margar vikur.
Kæsing Verkunarferli hákarls tekur yfirleitt margar vikur. — Ljósmynd/Viggó Þór Marteinsson
„Ég var beðinn um að skrifa eitthvað um hákarl og þá komst ég að því að það höfðu engar rannsóknir verið gerðar á hákörlum. Okkur langaði því að átta okkur betur á þessum forvitnilega mat sem hákarlinn er en sérstaðan hjá okkur er að við erum eina…

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Ég var beðinn um að skrifa eitthvað um hákarl og þá komst ég að því að það höfðu engar rannsóknir verið gerðar á hákörlum. Okkur langaði því að átta okkur betur á þessum forvitnilega mat sem hákarlinn er en sérstaðan hjá okkur er að við erum eina þjóðin í heiminum sem verkar og borðar grænlandshákarl,“ segir Guðmundur Stefánsson, matvælafræðingur og fagsviðsstjóri hjá Matís, í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að hákarlinn sé það sérstæð vara að hún ætti í raun möguleika inn á lista UNESCO fyrir hefðbundnar framleiðsluaðferðir en í nýlegri rannsókn er kallast Hákarlsverkun, sem hópur sérfræðinga hjá Matís gerði í samvinnu við Bjarnarhöfn ferðaþjónustu, var markmiðið að skilja hvaða örverur það eru sem kæsa hákarlinn.

Segir Snorri Páll Ólason, sérfræðingur hjá Matís og einn af þeim sem komu að verkefninu, að það sé þessum örverum að þakka að við Íslendingar gátum haldið í okkur lífinu því hákarl hafi verið mikilvæg fæða fyrr á öldum. » 11

Höf.: Anna Rún Frímannsdóttir