Limran Hjónaminning eftir Pál Jónasson frá Hlíð: Nú genginn er Guðmundur Rútur sem gjarnan var uppnefndur stútur. Um kall vil ég segja: Hann var kærleiksrík meyja en kellingarófétið hrútur. Á Boðnarmiði yrkir Gunnar Hólm Hjálmarsson um nýtt…

Limran Hjónaminning eftir Pál Jónasson frá Hlíð:

Nú genginn er Guðmundur Rútur

sem gjarnan var uppnefndur stútur.

Um kall vil ég segja:

Hann var kærleiksrík meyja

en kellingarófétið hrútur.

Á Boðnarmiði yrkir Gunnar Hólm Hjálmarsson um nýtt hraunflæðilíkan í Kastljósi:

Mjög vel eða illa fer

engar fastar skorður.

Hraunið silast sýnist mér

í suður eða norður.

Sigtryggur Jónsson hefur „fengið að láni frá Steingrími Thorsteinsson – í tilefni af eldgosi“:

„Yfir voru ættarlandi“,

eldrautt birtist himinský.

Eins og jörðin brygði brandi

og berðist um með vopnagný.

Friðrik Steingrímsson hefur orð á því að RÚV hækki gjald fyrir jólakveðjurnar um leið og þau hjónin senda jólakveðjur til ættingja, vina og allra landsmanna:

Fyrir kveðjur bestar bið,

bráðum hækkar sólin,

ekki græðir útvarpið

á mér þessi jólin.

Úr kvæðinu Þorramatur 1995 eftir Sturlu Friðriksson:

Nú þorra má brátt ekki blóta,

því bannað er hvali að skjóta

og alls engan sel

má víst svæfa í hel

og svið eru komin með kvóta.

Í eyði og deyfð er hver dalskiki,

svo dragnast nú þjóðin að malbiki.

Og finnst varla sá

sem vill fita sig á

sel eða súrsuðu hvalspiki.

Og loks allan fiskinn við friðum

sem fór burt af íslenskum miðum.

Og fæst ekki stertur

af fiskinum hertur

og fatið með súrsuðum sviðum.

Sum krásin er sjaldgæf og sést ekki,

og sumt er víst óhollt og ést ekki,

en ég uni þó við

þennan íslenska sið,

þetta át og það blót, sem, ég best þekki.

Flóvent Jónsson Hlöðum orti:

Lífið gerist þungt og þreytt

þegar fer að elli.

Fleira er en funi heitt,

fleira sker en járnið beitt.

Öfugmælavísan:

Sá ég krabbann syngja á bók,

silungana kemba,

hafgýgjuna binda bók,

bjarndýr ærnar lemba,