Skipti Sölvi Geir gæti tekið við Víkingi af Arnari Gunnlaugssyni.
Skipti Sölvi Geir gæti tekið við Víkingi af Arnari Gunnlaugssyni. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Sænska knattspyrnufélagið Norrköping og Víkingur úr Reykjavík eru í viðræðum um kaupverð á Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara karlaliðs Fossvogsfélagsins. Fari svo að Norrköping takist að klófesta Arnar gæti Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarmaður Arnars, tekið við sem aðalþjálfari Víkingsliðsins

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping og Víkingur úr Reykjavík eru í viðræðum um kaupverð á Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara karlaliðs Fossvogsfélagsins. Fari svo að Norrköping takist að klófesta Arnar gæti Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarmaður Arnars, tekið við sem aðalþjálfari Víkingsliðsins. „Sölvi er sterkur kandídat,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í samtali við Morgunblaðið í gær.