Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York sem og fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lýsti í gær yfir gjaldþroti. Í gjaldþrotabeiðni sinni er hann með skráðar eignir upp á allt að 10 milljónir dala, 1.370…
Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York sem og fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lýsti í gær yfir gjaldþroti.
Í gjaldþrotabeiðni sinni er hann með skráðar eignir upp á allt að 10 milljónir dala, 1.370 milljónir króna, og skuldir allt að 500 milljónir dala, eða um 68 milljarða króna.
Innan við vika er síðan hann var dæmdur til að greiða 148 milljónir bandaríkjadala, 20 milljarða króna, fyrir að hafa rýrt mannorð tveggja starfsmanna á kjörstað í Georgíuríki eftir forsetakosningarnar árið 2020.