Jón Atli Jónasson
Jón Atli Jónasson
Spennusagnahöfundurinn Jón Atli Jónasson skrifaði nýlega undir útgáfusamning við þýska forlagið S. Fischer en „þrjú stór forlög bitust um bækurnar þegar þær voru boðnar þýskum bókaforlögum fyrr á þessu ári“

Spennusagnahöfundurinn Jón Atli Jónasson skrifaði nýlega undir útgáfusamning við þýska forlagið S. Fischer en „þrjú stór forlög bitust um bækurnar þegar þær voru boðnar þýskum bókaforlögum fyrr á þessu ári“. Þetta segir í tilkynningu frá íslenska útgefanda hans Forlaginu. Bækurnar Brotin (2022) og Eitur (2023) munu verða áherslutitlar á glæpasagnalista S. Fischers. Haft er eftir ritstjóra Jóns Atla að hann sé „spennandi ný rödd í norrænum bókmenntum“ ogrannsóknarteymi bókanna, þau Dóra og Rado, væru einstakar sögupersónur sem lesendur glæpasagna í Þýskalandi myndu taka fagnandi“. Reykjavík Literary Agency fer með erlenda sölu á verkum Jóns Atla.