Gátan er eftir Pál Jónasson frá Hlíð á Langanesi: Það vil ég fuglinn fá, fólkið þessi spilar á, á vegum stundum vont er það, á veiðiskaki notað það. Úlfar Guðmundsson svarar: „Lausnarorðið er færi í mismunandi merkingum og tengingumm, skotfæri, hljóðfæri, færi og handfæri

Gátan er eftir Pál Jónasson frá Hlíð á Langanesi:

Það vil ég fuglinn fá,

fólkið þessi spilar á,

á vegum stundum vont er það,

á veiðiskaki notað það.

Úlfar Guðmundsson svarar: „Lausnarorðið er færi í mismunandi merkingum og tengingumm, skotfæri, hljóðfæri, færi og handfæri. Ég hef þetta þannig:

Færið stutta hentar hér.

Heyri flutta ljúfa kafla.

Ófærð hefur meinað mér.

Mikinn gefur ferskan afla.

Erla Sigríður Sigurðardóttir leysir gátuna:

Í færi trítlar feigur fugl,

fólkið hljóðfæri mundar.

Færið mesta þæfingsþrugl,

þorskur í færið skundar.

Guðrún B. á þessa lausn:

Gæsir vil í færi fá,

en færust gæti burt þeim stýrt.

Færið þungt og heiðin há.

Högl í veiðarfærið! Skýrt?

Helga R. Einarssyni datt þessi lausn í hug:

Í góðu færi hittir hann.

Úr hljóðfæri má tóna fá.

Færi á vegum versna kann.

Veiðarfærin nota má.

Magnús Halldórsson svarar:

Hagstætt færi helst vil sjá,

hljóðfærið er leikið á.

Örðugt margir færi fá

og færi líka skaka má.

Þórunn Erla á Skaganum leysir gátuna:

Vænti fugl í færi að ná,

færin gefast mörgum hjá.

Færið á vegum vont að sjá,

veiði á færið oftast smá.

Hér er svo ný gáta eftir Pál:

Á það spila ýmsir menn

úr því líka drukku menn

far sem tekur fáa menn

fyrir sleppa sumir menn.

Og limran Kalli og Palli kemur í kjölfarið:

Maður er kallaður Kalli

Kamilluserðir og Tjalli,

hann er gullinu skreyttur

en gamall og þreyttur,

og giktveikur rétt eins og Palli.

Limra eftir Davíð Hjálmar Haraldsson:

Baddi á Mel vildi byggi sá

er bændurnir halda að liggi á.

Eftir sumarið heitt

þarna sást varla neitt

utan sílspikuð gæs raula diggilá.Af ástæðum ótilgreindumef til vill flóknum og leyndumhann gat ekki pissaðsem gjörði oss svo hissa aðvið gátum ei heldur sem reyndum.Í Leir segir frá því að Óttar Einarsson, búsettur í Þistilfirði, orti í lok tuttugustu aldar, er hann var orðinn langeygur eftir vori:Norðangarrinn nakta jörðnótt sem daga lemur.Þá er vor um Þistilfjörðþegar hrafninn kemur.Öfugmælavísan:Bannfæringu besta ég leitbúðir standa á sjónum,einatt jörðu ekur geit,ekki er gras í tónum.Halldór Blöndal