Willum Þór Þórsson
Willum Þór Þórsson
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD, þ.e. athyglisbrest með eða án ofvirkni. Markmið vinnunnar er m.a. að greina stöðu þessara mála hér á landi, lýsa samvinnu…

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD, þ.e. athyglisbrest með eða án ofvirkni. Markmið vinnunnar er m.a. að greina stöðu þessara mála hér á landi, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snertir fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Hópnum er falið að skrifa grænbók um málaflokkinn, segir í tilkynningu.

Formaður nefndarinnar er Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur og sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.