Finnur Oddsson, forstjóri Haga.
Finnur Oddsson, forstjóri Haga.
Í ljósi betri afkomu á þriðja ársfjórðungi gera Hagar ráð fyrir því að rekstrarafkoma félagsins á núverandi rekstrarári verði á bilinu 12,9-13,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í uppfærðri afkomuspá sem send var á Kauphöllina í gær, en áður höfðu …

Í ljósi betri afkomu á þriðja ársfjórðungi gera Hagar ráð fyrir því að rekstrarafkoma félagsins á núverandi rekstrarári verði á bilinu 12,9-13,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í uppfærðri afkomuspá sem send var á Kauphöllina í gær, en áður höfðu stjórnendur félagsins gert ráð fyrir rekstrarafkomu upp á 12,3 – 12,8 milljarða króna. Í tilkynningu Haga kemur fram að afkomu umfram áætlanir megi rekja til aukinnar aðsóknar í verslanir Haga, og þá einkum í dagvöruhluta samstæðunnar, auk þess sem áfram hafi verið sterk eftirspurn í eldsneytishluta samstæðunnar.