Snorri Másson
Snorri Másson
Jólin koma og Snorri Másson á ritstjori.is víkur að því hve þjóðin er óundirbúin fyrir þau nýmæli. „Sem betur fer höfum við Fjölmiðlanefnd ríkisins, sem hefur gætt þess í aðdraganda jóla að gefa okkur eins ýtarleg fyrirmæli og hægt er, um það hvernig við eigum að hegða okkur.

Jólin koma og Snorri Másson á ritstjori.is víkur að því hve þjóðin er óundirbúin fyrir þau nýmæli. „Sem betur fer höfum við Fjölmiðlanefnd ríkisins, sem hefur gætt þess í aðdraganda jóla að gefa okkur eins ýtarleg fyrirmæli og hægt er, um það hvernig við eigum að hegða okkur.

Af hverju er Fjölmiðlanefnd ríkisins að gefa fyrirmæli um það? Af því að það er eðlilegt og samræmist hlutverki nefndarinnar, þetta snýst alls ekki um að Fjölmiðlanefnd sé ríkisstofnun sem gerir það lítið raunverulegt gagn í veröldinni að hún þarf stanslaust að búa sér til verkefni sem eru tiltölulega óskyld kjarnastarfseminni í von um að réttlæta tilvist sína.“

Sjálfur verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd lýsti vandanum í grein: „Jæja, nú byrjar hún enn og aftur upplýsingaóreiðan í matarboðinu […] þar sem öll fjölskyldan keppist heila kvöldstund við að skiptast á sláandi staðreyndum, slúðri og sögusögnum án þess að þurfa nokkurn tímann að geta heimilda.“ Sem sagt hversdagsleg mannleg samskipti.

Grein verkefnastjóra miðlalæsis er geggjaðri en hér gefst rými til að rekja, en óhætt er að mæla með umsögn Snorra og ályktun. „Þess vegna er ástæða til að hafa varann á þegar bæði stjórnmálamenn og stjórnsýsla reyna að sjúkdómsvæða eðlileg skoðanaskipti og framsetningu umdeildra skoðana sem „upplýsingaóreiðu“. Við megum setja fram umdeildar skoðanir og líka umdeildar staðreyndir og ef þær reynast rangar, þá mun tíminn og umræðan leiða það í ljós – ekki stjórnvöld.“