Norður ♠ K9 ♥ 753 ♦ KD42 ♣ 9865 Vestur ♠ 5 ♥ KG8642 ♦ 1098 ♣ D108 Austur ♠ 8742 ♥ 9 ♦ G7653 ♣ KG2 Suður ♠ ÁDG1053 ♥ ÁD10 ♦ Á ♣ Á43 Suður spilar 6♠

Norður

♠ K9

♥ 753

♦ KD42

♣ 9865

Vestur

♠ 5

♥ KG8642

♦ 1098

♣ D108

Austur

♠ 8742

♥ 9

♦ G7653

♣ KG2

Suður

♠ ÁDG1053

♥ ÁD10

♦ Á

♣ Á43

Suður spilar 6♠.

„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona glæsileg spil,“ hugsaði suður og stökk í slemmu. Vestur hóf sagnir með veikum 2♥ – pass og pass. Suður doblaði, norður sagði 3♦ „sem í mínum kokkabókum lofar einhverjum spilum“, útskýrði suður fyrir sjálfum sér og tók stangarstökk í 6♠! Tígultían út.

Blindur kom upp og suður sá eftir hvatvísinni. Það yrði brekka að fá tólf slagi með kóng-gosa í hjarta í bakið. – Og þó! Hver veit nema hægt væri að ná upp lokabragði á vestur. Suður lagði niður laufás í öðrum slag, spilaði trompi á níuna, henti laufum í ♦KD og trompaði lauf. Spilaði spaða á kónginn og trompaði aftur lauf. Kláraði svo aftrompun og þrumaði út hjartadrottningu. Tólf tilþrifamiklar slagir.

Norður var ekki sérlega upprifinn: „Ég var að hugsa um að hækka í sjö út á spaðakónginn. Eins gott ég gerði það ekki.“