Gestur Bráðavaktarinnar með þeim Evu Ruzu og Hjálmari Erni var grínistinn Björn Bragi Arnarsson. Hann ræddi við þau um Kviss, Púðursykur og endaði á að taka þáttastjórnendur í stutt Kviss. „Sykursalurinn er að slá í gegn en þar erum við með Púðursykur, sem er uppistandssýning

Gestur Bráðavaktarinnar með þeim Evu Ruzu og Hjálmari Erni var grínistinn Björn Bragi Arnarsson. Hann ræddi við þau um Kviss, Púðursykur og endaði á að taka þáttastjórnendur í stutt Kviss. „Sykursalurinn er að slá í gegn en þar erum við með Púðursykur, sem er uppistandssýning. Við erum átta manna hópur en það eru fimm á kvöldi sem koma fram, svo við róterum á sýningum,“ segir Björn en með honum eru Ari Eldjárn, Saga Garðars, Dóri DNA, Jón Jónsson, Jóhann Alfreð, Jakob Birgis og Anna Svava. „Það er búin að vera mikil stemning og mikill hlátur hingað til.“ Hann segir mikilvægt að þegar brandararnir uppi á sviði ganga ekki upp í sal og lítill sem enginn hlátur fæst að halda ró sinni á sviðinu. „Um leið og maður finnur að grínistanum er farið að líða illa, hann er farinn að tala hratt og svona, þá líður öllum salnum illa.“ Lestu meira á K100.is.