Hallgrímskirkja.
Hallgrímskirkja. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
AKRANESKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel, Kór Akraneskirkju, Benedikt Kristjánsson syngur…

AKRANESKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel, Kór Akraneskirkju, Benedikt Kristjánsson syngur einsöng og Hrefna Berg leikur á fiðlu. Jólasöngvar á jólanótt kl. 23. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel, Kór Akraneskirkju og Hekla Karen Alexandersdóttir syngur einsöng.

AKUREYRARKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Miðnæturmessa kl. 23.30. Kammerkórinn Hymnodia syngur. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson. Jóladagur. Hátíðarmessa í kl. 14. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Hátíðarmessa á Hlíð kl. 15.15. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Annar dagur jóla. Fjölskyldumessa í Akureyrarkirkju kl. 11. Yngri og Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngja og flytja helgileik. Umsjón sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, Sonja Kro og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Jólatrésskemmtun í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Messa í Minjasafnskirkju kl. 16. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson.

ÁRBÆJARKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju leiðir hátíðarsöng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Einsöngvari er Birna Rúnarsdóttir. Steinar Matthías Kristinsson leikur á trompet. Miðnæturmessa við kertaljós kl. 23. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir hátíðarsöng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Steinar Matthías Kristinsson leikur á trompet. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir hátíðarsöng. Organisti Stefán H. Kristinsson.

ÁSKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar sungnir. Kór Áskirkju syngur. Einsöngur: Bryndís Ásta Magnúsdóttir. Trompetleikur: Friðrik Valur Bjartsson. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju kl. 14.Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar sungnir. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.Annar jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta á Skjóli kl. 13. Hátíðarguðsþjónusta á Hrafnistu kl. 14. Sr. Sigurður Jónsson þjónar og félagar úr Kór Áskirkju syngja við báðar athafnirnar. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.Fimmtudagur 28. des. Jólaguðsþjónusta að Norðurbrún 1 kl. 14. Föstudagur 29. desember: Jólaguðsþjónusta Dalbraut 27 kl. 14. Sr. Sigurður Jónsson þjónar. Félagar úr Kór Áskirkju syngja á báðum stöðum. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.

ÁSTJARNARKIRKJA | Aftansöngur á aðfangadagskvöld kl. 17. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir altari og Raust syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Karl Olgeirsson, tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju stjórnar undirleik.

BESSASTAÐAKIRKJA | Aðfangadagur kl. 17. Aftansöngur. Álftaneskórinn syngur og Íris Björk Gunnarsdóttir sópransöngkona syngur einsöng. Ásta Emilý Evertsdóttir fermingarbarn les jólaguðspjallið. Ástvaldur organisti, Vilborg Ólöf djákni og sr. Hans Guðberg. Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 14. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Ástvaldar organista. Vilborg Ólöf djákni, Eva Lín djáknanemi og sr. Hans Guðberg.

BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Aftansöngur á aðfangadag kl. 16. María Qing Sigríðardóttir leikur á selló. Organisti er Hrönn Helgadóttir. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng og hátíðarsvör. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari og predikar. Athugið breyttan messutíma!

BREIÐHOLTSKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Breiðholtskirkju syngur.Organisti: Örn Magnússon. Jóladagur.Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Breiðholtskirkju syngur.Organisti: Örn Magnússon.

BRÆÐRATUNGUKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 13 á öðrum degi jóla.

BÚSTAÐAKIRKJA | Aðfangadagur: Fjölskyldustund kl. 16 með sr. Daníel Ágústi Gautasyni, sr. Þorvaldi Víðissyni, Sólveigu Franklínsdóttur og Jónasi Þóri, organista. Aftansöngur kl. 18. Tónlist leikin frá kl. 17.15. Sr. Þorvaldur Víðisson, Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og Jónas Þórir kantor ásamt Kammerkór Bústaðakirkju. Einsöngur: Gréta Hergils Valdimarsdóttir, sópran, og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór. Gunnar Kr. Óskarsson leikur á trompet. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Sr. María G. Ágústsdóttir, Jónas Þórir og Kammerkór Bústaðakirkju. Einsöngvari: Bjarni Atlason, baritón. Miðvikudagur 27. desember: Jólaball Fossvogsprestakalls í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 15. Gengið í kringum jólatréð og rauðklæddir gestir koma í heimsókn.

DÓMKIRKJAN | Aðfangadagur. Dönsk messa kl. 15. Sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, Kári Þormar. Aftansöngur kl. 18. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, sr. Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Miðnæturguðþj. kl. 23.30. Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson. Jóladagur. Hátíðarguðþj. kl. 11. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson. Guðmundur Sig. Dómkórinn. Annar í jólum: Messa kl. 11. Sr. Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson, Dómkórinn.

FELLA- og Hólakirkja | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella-og Hólakirkju syngur. Xu Wen og Fanný Lísa Hevesi syngja einsöng. Reynir Þormar Þórisson leikur á saxafón. Organisti: Antonía Hevesi. Miðnæturjólastund kl. 23.30. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Íris Rós Ragnhildardóttir og Jóhanna Elísa Skúladóttir syngja og leiða tónlistina. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella-og Hólakirkju syngur. Inga J. Backman og Fanný Lísa Hevesi syngja einsöng. Reynir Þormar Þórisson leikur á saxafón. Organisti: Antonía Hevesi.

FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir prédikar og Einar Eyjólfsson þjónar. Kór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Arnar Arnarsonar. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Jólasöngvar á jólanótt kl. 23.30. Sönghópur Fríkirkjunnar syngur. Jóladagur. Fjölskylduhátíð kl.14. Barnakórar kirkjunnar koma fram á samt kirkjukórnum.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Aðfangadagur kl. 18. Aftansöngur. Söngkonan Þóra Einarsdóttir syngur einsöng. Sönghópurinn við Tjörnina syngur jólin inn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista. Dr. Sigurvin Lárus leiðir stundina. Aðfangadagur kl. 20.55 á RÚV sjónvarp. Friðarstund í Fríkirkjunni. Sjónvarpsútsending á RÚV frá friðaðarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Tónlistarmaðurinn KK flytur nokkur af sínum fjölmörgu lögum og kryddar stundina með skemmtilegum sögum. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni.

GARÐAKIRKJA | Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld kl. 23. Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi leiðir stundina og flytur hugvekju. Tendrað á kertum, Heims um ból sungið og hátíð fagnað. Melkorka Rós Hjartardóttir og Sigurrós Arey Árnýjardóttir úr Gospelkór Jóns Vídalíns leiða sönginn við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar. Athugið breyttan messutíma.

GRAFARVOGSKIRKJA | Jólastund barnanna 24. desember kl. 11. Umsjón: Hulda Berglind Tamara. Undirleikari: Stefán Birkisson. Aftansöngur 24. desember kl. 17 í Kirkjuselinu. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Einsöngur: Maríana Ósk. Organisti: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Aftansöngur 24. desember kl. 18. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Organistar: Hákon Leifsson og Lára Bryndís Eggertsdóttir. Miðnæturmessa kl. 23:30. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Kammerkór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti: Hákon Leifsson. Hátíðarguðsþjónusta 25. desember kl. 14 í Grafarvogskirkju og kl. 15.30 á Eir. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir.

GRENSÁSKIRKJA | Aðfangadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 18. Sr. María G. Ágústsdóttir, Ásta Haraldsdóttir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju. Einsöngur: Marta Kristín Friðriksdóttir, sópran. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Sr. Daníel Ágúst Gautason, Ásta Haraldsdóttir og kórkonur úr Domus Vox ásamt Margréti Pálmadóttur. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Þorvaldur Víðisson, Ásta Haraldsdóttir og Kirkjukór Grensáskirkju. Annar dagur jóla: Jólaguðsþjónusta Kirkju heyrnarlausra kl. 14. Sr. Kristín Pálsdóttir, Ásta Haraldsdóttir og Táknmálskórinn. Miðvikudagur 27.12.: Jólaball Fossvogsprestakalls í Bústaðakirkju kl. 15. Fimmtudagur 28.12.: Kyrrðarbænastund kl. 18.15.

GRUNDARKIRKJAí Eyjafjarðarsveit | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 22. Kirkjukór Grundarsóknar syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur er Jóhanna Gísladóttir.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónustur í hátíðasal Grundar. Aðfangadagur. Aftansöngur jóla með hátíðartóni séra Bjarna kl. 16. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Forsöngvari er Þóra Björnsdóttir. Hátíðarkvartettinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista.Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir. Einsöngvari er Jökull Sindri Breiðfjörð Gunnarsson. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Aðfangadagur. Jólasunnudagaskóli kl. 11. Aftansöngur kl. 18. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Jóladagur. Hátíðarmessu biskups Íslands sjónvarpað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.10. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Hafnarfjarðarkirkju. Hátíðarguðsþjónusta kl. 15.30 á Sólvangi. Nánari upplýsingar má finna á hafnarfjardarkirkja.is.

HALLGRÍMSKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi: Steinar Logi Helgason. Einsöngur: Sólbjörg Björnsdóttir Forsöngvari: Þorbjörn Rúnarsson. Flautuleikari: Áshildur Haraldsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson sem einnig leikur jólatónlist á undan athöfn. Miðnæturmessa kl. 23.30. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur. Stjórnandi: Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Einsöngvari: Alvilda Eyvör Elmarsdóttir. Lesari: Þórhallur Anton Sveinsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson sem einnig leikur jólatónlist á undan athöfn. Helgistund á jóladag kl. 14. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Stjórnandi: Steinar Logi Helgason. Einsöngur: Hildigunnur Einarsdóttir, Matthías Birgir Nardeau leikur á óbó. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Annar í jólum. Ensk messa kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Helgistund kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kvintett; Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Anna Vala Ólafsdóttir, Hugi Jónsson, Sólbjörg Björnsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Annar í jólum. Orgeltónleikar. Jólin með Bach kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson, orgel. Aðgangseyrir 3.500 kr.

HAUKADALSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 15 á öðru degi jóla.

HÁTEIGSKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista. Leikið á strengjahljóðfæri frá kl. 17.30. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista.Annar í jólum. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Perlukór Háteigskirkju og orgelkrakkar flytja helgileik og leiða söng undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur og Guðnýjar Einarsdóttur. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir.

HJALLAKIRKJA Í Ölfusi | Hátíðarguðsþjónusta 26. desember kl. 13.30. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Kór Þorláks- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista, Daði Þór Einarsson leikur á básúnu og Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur þjónar.

HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Hátíðarguðsþjónusta á Skjóli á sal á 2. hæð annan jóladag kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.

HÓLAKIRKJA í Eyjafjarðarsveit | Annar dagur jóla. Hátíðarmessa í Hólakirkju kl. 13. Félagar úr Kirkjukór Grundarsóknar syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson.

HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Aftansöngur á aðfangadag kl. 17. Kór Hólaneskirkju syngur hátíðarsvör og sálma undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari.

HRAFNISTA, Laugarási, Reykjavík | Hátíðarguðsþjónusta á Helgafelli á Hrafnistu, Laugarási, annan jóladag kl. 14. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.

HVALSNESKIRKJA | Jóladagur. Hátíðarmessa kl. 11. Hátíðartón og jólasálmar. Kór Útskála- og Hvalsnessókna syngur undir stjórn Keith Reed organista.

HVERAGERÐISKIRKJA | Aftansöngur á aðfangadag kl. 18. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay.

HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español.

INNRA-Hólmskirkja | Hátíðarguðsþjónusta kl. 15. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar, Zsuzsanna Budai leikur á orgel og Kór Saurbæjarprestakalls syngur.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Lundur. Jólahelgistund verður í St. Hans kirkju í Lundi lau. 23. des. kl. 11. Íslenski kórinn í Lundi syngur undir stjórn Max Loby. Anna Stefánsdóttir leikur á píanó. Hildur Ylfa og Katrín Una Jónsdætur leika á víólur. Emma Karítas Guðjónsdóttir leikur á fiðlu. Halldór Karvel Bjarnason leikur á gítar. Ólafur Jón Magnússson flytur hugvekju. Umsjón Ágúst Einarsson. Gautaborg. Hátíðarguðsþjónusta 26. des kl. 14 í Västra Frölundakirkju. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur, Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. Lisa Fröberg leikur á orgel. Prestur er Ágúst Einarsson.

KÁLFATJARNARKIRKJA | Aftansöngur á aðfangadagskvöld kl. 17. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg þjónar fyrir altari og Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Aðfangadagur. Hátíðarstund barna kl. 16. Sunnudagaskólabörn leika helgileik við lestur jólaguðspjalls. Regnbogaraddir syngja undir stjórn Freydísar Kolbeinsdóttur og Arnórs Vilbergssonar, organista. Alexander Grybos, Bergrún Bjarnadóttir og Helga Sveinsdóttir leiða stundina. Helga Jakobsdóttir og Þórey Eyþórsdóttir eru messuþjónar. Sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson þjóna. Aftansöngur kl. 18. Kór Keflavíkurkirkju syngur við orgelleik Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónar eru Jóhanna María Kristinsdóttir og Unnur Ýr Kristinsdóttir. Sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson þjóna. Miðnæturmessa kl. 23.30. Karlakvartettinn Kóngarnir syngur við orgelleik Arnórs Vilbergssonar. Halldóra Steina Garðarsdóttir og Helgi Viðarsson Biering eru messuþjónar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kór Keflavíkurkirkju syngur við orgelleik Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónn er Elva Sigurðardóttir. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar.

KIRKJA HEYRNARLAUSRA | Messa verður í Kirkju döff, í Grensáskirkju 26. desember kl. 14. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Kaffihlaðborð verður í safnaðarheimilinu eftir messuna. Þeir sem vilja, mega gjarnan koma með eitthvað á borðið.

KOTSTRANDARKIRKJA | Helgistund á aðfangadag kl. 13. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgel.Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14. Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.

KÓPAVOGSKIRKJA | Aðfangadagur kl. 15. Góð stund fyrir börn og fjölskyldur. Sr. Sigurður Arnarson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum. Börn úr skólakór Kársness syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Aftansöngur kl. 18. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Elísu Elíasdóttur organista. Daníel Absalón Ramírez Rodríguez leikur á klarinett. Tónlist leikin í kirkju frá kl 17.30. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Elísu Elíasdóttur organista. Jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Elísu Elíasdóttur.

LANGHOLTSKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18.Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Halldóra Ósk Helgadóttir syngur einsöng.Jóladagur kl. 14: Söngvar og lestrar jólanna. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur þjónar. Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Annar dagur jóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur þjónar. Barnakórarnir Graduale Liberi og Graduale Futuri syngja og flytja helgileik undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur kórstjóra. Organisti er Magnús Ragnarsson. Sunnudagaskólinn með Söru Grímsdóttur hefst að nýju þann 7. janúar.

LAUGARNESKIRKJA | Aðfangadagur.Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Sóltúni kl. 11. Elísabet Gísladóttir djákni og sr. Hjalti Jón Sverrisson þjóna. Elísabet Þórðardóttir organisti ásamt félögum úr kór Laugarneskirkju. Hátíðarguðsþjónusta í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, kl. 15. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar. Elísabet Þórðardóttir organisti ásamt félögum úr kór Laugarneskirkju. Jólasöngvar barnanna kl. 16. Aftansöngur kl. 18. Kór Laugarneskirkju syngur hátíðarsöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur. Kristján Jóhannsson syngur einsöng. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar. Jóladagur. Guðsþjónusta kl. 14. Níu lestra messa. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar. Kór Laugarneskirkju syngur, organisti er Elísabet Þórðardóttir.

LEIRÁRKIRKJA Melasveit | Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar, Zsuzsanna Budai leikur á orgel og Kór Saurbæjarprestakalls syngur.

MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Hátíðarmessa kl. 11 á jóladag.

MOSFELLSPRESTAKALL | Aðfangadagur. Jólastund fjölskyldunnar kl. 13 í Lágafellskirkju. Umsjón: Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, Andrea Gréta Axelsdóttir og Árni Heiðar Karlsson. Aftansöngur kl. 18 í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. Kirkjukór Lágafellssóknar. Óbóleikari: Matthías Nardeau. Einsöngur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Organisti: Árni Heiðar Karlsson. Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt kl. 23.30 í Lágafellskirkju. Sr. Hólmgrímur Elís Bragason. Kirkjukór Lágafellssóknar. Óbóleikari: Matthías Nardeau. Organisti: Árni Heiðar Karlsson. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. Kirkjukór Lágafellssóknar. Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Fiðluleikari: Matthías Stefánsson. Organisti: Árni Heiðar Karlsson.

MÖRK KAPELLA | Aðfangadagur. Hátíðarguðsþjónusta í kapellu Markar kl. 14 í umsjón Fossvogsprestakalls. Sr. Daníel Ágúst Gautason og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni annast þjónustuna ásamt kirkjukór Grensáskirkju og Ástu Haraldsdóttur organista.

NESKIRKJA | Aðfangadagur. Jólastund barnanna kl. 16. Barnakórinn syngur. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson sem er við hljóðfærið. Viðstaddir leika jólasöguna. Sr. Helga Kolbeinsdóttir og starfsfólk barnastarfsins leiða. Aftansöngur kl. 18. Kór Neskirkju syngur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Hátíðartón flutt. Einsöngur Margrét Hrafnsdóttir. Prestar eru Skúli S. Ólafsson og Helga Kolbeinsdóttir. Söngvar á jólanótt kl. 23.30. Sungnir verða jólasálmar og textar fluttir. Háskólakórinn syngur. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir stundina. Jóladagur. Hátíðarmessa kl. 14. Kór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson og Þorsteinn Sigurðsson. Hátíðartón flutt. Prestar eru Helga Kolbeinsdóttir og Skúli S. Ólafsson. Annar í jólum. Jólaball sunnudagaskólans kl. 11. Góðir gestir kíkja við, gefa börnum jólaglaðning. Umsjón hafa prestar og starfsfólk barnastarfsins.

REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Hátíðarmessa jóladag kl. 14.Guðný Einarsdóttir organisti og söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar leikur á orgel. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Ritningarlestra lesa Hulda Þorsteinsdóttir formaður sóknarnefndar og Jóhanna Hreinsdóttir oddviti Kjósarhrepps. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng og hátíðarsvör. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari og predikar.

SANDGERÐISKIRKJA | Aðfangadagur. Fjölskyldustund kl. 16. Jólasálmar fyrir alla fjölskylduna, jólaguðspjallið í máli og myndum.Hátíðarmessa í Útskálakirkju kl. 23.

SELJAKIRKJA | Aðfangadagur. Beðið eftir jólunum kl. 15: Jólastund fyrir börnin. Prestar kirkjunnar leiða stundina og Helgi Hannesson spilar á píanóið. Barnakór Seljakirkju syngur undir stjórn Rósalindar Gísladóttur. Jólasaga, brúðuleikhús, jólasöngur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og kór Seljakirkju syngur. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og Schola Cantorum syngur. Jóladagur:Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og kór Seljakirkju syngur. Að guðsþjónustu lokinni veður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarsal kirkjunnar.Organisti við guðsþjónusturnar er Tómas Guðni Eggertsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Þorláksmessa. Orgeltónar við kertaljós kl. 22. Friðrik Vignir Þorsteinsson, organisti Seltjarnarneskirkju leikur á orgelið. Eygló Rúnarsdóttir syngur einsöng. Aðfangadagur jóla. Helgistund á Seltjörn kl. 13.30. Sóknarprestur þjónar. Organisti er Glúmur Gylfason. Aftansöngur í Seltjarnarneskirkju kl. 18. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir syngur einsöng. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Jóladagur. Hátíðarmessa kl. 14. Sóknarprestur þjónar.Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Sr. Gylfi Jónsson prédikar. Jóhannes Þorleiksson leikur á trompet. Salka Rún Sigurðardóttir syngur einsöng. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffi og konfekt eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Annar í jólum. Helgistund kl. 10 í tilefni af Kirkjuhlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness. Hlaupurum boðið upp á veitingar eftir hlaupið í safnaðarheimilinu.

SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Elfa Hlín Pétursdóttir leikur á flautu. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Jóladagur. Elfa Hlín Pétursdóttir leikur á flautu. MeðhjálpariJóhann Grétar Einarsson. Hjúkrunarh. Fossahlíð, Seyðisf.: Jólaguðsþjónusta kl.15. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Hlín Pétursdóttir Behrens. Kór Seyðisfjarðarkirkju.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Aftansöngur á aðfangadag kl. 18. Jólanótt kl. 23.30.Hátíðarmessa kl. 14 á jóladag. Aftansöngur á gamlársdag kl. 17.

STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi | Hátíðarmessa kl. 11 á öðru degi jóla.

STRANDARKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta 26. des. kl. 15. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Kór Þorláks- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista, Daði Þór Einarsson leikur á básúnu og Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur þjónar.

TORFASTAÐAKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14 á nýársdag.

ÚTSKÁLAKIRKJA | Aðfangadagur. Miðnæturmessa kl. 23. Hátíðartón og jólasálmar. Jóladagur. Hátíðarmessa kl. 13. Hátíðartón og jólasálmar. Kór Útskála- og Hvalsnessókna syngur við báðar athafnir undir stjórn Keith Reed organista.

VÍDALÍNSKIRKJA | Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 17.30. Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar fyrir altari. Bryndís Guðjónsdóttir sópran syngur einsöng. Blásarahópur leikur fyrir athöfn. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Athugið breyttan messutíma. Jóladagur. Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Þorkell H. Sigfússon tenór syngur einsöng. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Hátíðarguðsþjónusta í Ísafold kl. 15.30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugvekju og leiðir stundina. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Aftansöngur á aðfangadag kl. 17. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Bjarni Atlason syngur einsöng. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar. Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Sólveig Sigurðardóttir syngur einsöng. Sr. Gunnlaugur Stefánsson, sr. Sjöfn Jóhanesdóttir og sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjóna.

ÞINGVALLAKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14 á jóladag.