[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hvað kemur þér í jólaskap? Að ganga um bæinn á Þorláksmessu með allri fjölskyldunni og sötra heitt kakó eða jólaglögg. Það er svo skemmtilega spennuþrungin stemning í loftinu í bænum á þessum degi

Hvað kemur þér í jólaskap?

Að ganga um bæinn á Þorláksmessu með allri fjölskyldunni og sötra heitt kakó eða jólaglögg. Það er svo skemmtilega spennuþrungin stemning í loftinu í bænum á þessum degi.

Hver eru þín eftirminnilegustu jól?

Ein eftirminnilegustu jólin mín voru haldin á Jamaíku. Þá bjó mamma þar ásamt manni sínum og litlu systur minni. Ég fór í heimsókn yfir jólin og við eyddum aðfangadegi á sundlaugarbakkanum. Við keyptum margar mismunandi tegundir af appelsínugosi og einhverju sem kallaðist „malt“ en það var sama hvað við reyndum að blanda það, við vorum ekki nálægt því að skapa drekkanlegt jólaöl. Ég man bara eftir að smygla nokkrum dósum með mér næst þegar ég held jólin í útlöndum!

Hver er sniðugasta eða besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Fyrir nokkrum árum fékk ég kort frá Blævi kærustunni minni, í kortinu var þraut og lausnin var H-A-M-I-L-T-O-N - Ég gapti af gleði og undrun. Hún bauð mér sem sagt til London á uppáhaldssöngleikinn okkar, Hamilton. Algjör sturlun!

Hvernig verða jólin þín í ár?

Ég er svo heppinn að eiga ótrúlega margar fjölskyldur sem ég fæ að deila jólunum með svo það verður mikill þeytingur á okkur fjölskyldunni. Á aðfangadag verðum við hjá tengdafjölskyldunni og á jóladag verðum við fyrst hjá mömmu minni og svo hjá ömmu minni. Á annan í jólum fer ég svo á frumsýningu hjá Blævi minni sem er að leika í Eddu í Þjóðleikhúsinu, sem er mjög spennandi. Og á áramótunum verðum við svo hjá pöbbum mínum.

Guðmundur Felixson sviðshöfundur