Mark Cameron Archer fagnar marki sínu fyrir Sheffield United í Birmingham í gær ásamt liðsfélaga sínum Gustavo Hamer sem lagði upp markið.
Mark Cameron Archer fagnar marki sínu fyrir Sheffield United í Birmingham í gær ásamt liðsfélaga sínum Gustavo Hamer sem lagði upp markið. — Ljósmynd/@SheffieldUnited
Nicoló Zaniolo bjargaði stigi fyrir Aston Villa þegar liðið tók á móti botnliði Sheffield United í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Birmingham í gær

Nicoló Zaniolo bjargaði stigi fyrir Aston Villa þegar liðið tók á móti botnliði Sheffield United í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Birmingham í gær.

Leiknum lauk með afar óvæntu jafntefli, 1:1, en Zaniolo skoraði jöfnunarmark Aston Villa þegar sjö mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma. Aston Villa var mun sterkari aðilinn í leiknum eins og við var að búast en liðið hefði með sigri í gær getað skotist upp í efsta sæti deildarinnar og hafði unnið fimmtán deildarleiki í röð á heimavelli fyrir leik gærdagsins.

Það var því algjörlega gegn gangi leiksins þegar Cameron Archer kom Sheffield United yfir á 87. mínútu áður en Zaniolo jafnaði metin með skalla af stuttu færi í uppbótartíma.

Aston Villa er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig en Sheffield United fer með sigrinum upp í 19. sætið og er með 9 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.