Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2024, Volaða land eftir Hlyn Pálmason, er á meðal 15 kvikmynda í forvali akademíunnar í flokki alþjóðlegra kvikmynda. Þetta var tilkynnt nú í vikulok. Kvikmyndir frá 88 löndum og landsvæðum voru lagðar fram til verðlaunanna

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2024, Volaða land eftir Hlyn Pálmason, er á meðal 15 kvikmynda í forvali akademíunnar í flokki alþjóðlegra kvikmynda. Þetta var tilkynnt nú í vikulok. Kvikmyndir frá 88 löndum og landsvæðum voru lagðar fram til verðlaunanna. Tilkynnt verður 23. janúar 2024 hvaða myndir hljóta að lokum tilnefningar ársins. Volaða land keppir m.a. við Bastarden frá Danmörku í leikstjórn Nikolajs Arcel, Kuolleet lehdet (Fallin lauf) frá Finnlandi í leikstjórn Akis Kaurismäki og 20 Days in Mariupol frá Úkraínu í leikstjórn Mstyslavs Chernov.