Heimsmeistarar Fyrirliðinn Kyle Walker hefur heimsmeistarabikarinn á loft eftir öruggan sigur City gegn Fluminense í Jeddah í Sádi-Arabíu í gær.
Heimsmeistarar Fyrirliðinn Kyle Walker hefur heimsmeistarabikarinn á loft eftir öruggan sigur City gegn Fluminense í Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. — AFP/Guiseppe Cocace
Manchester City er heimsmeistari félagsliða í knattspyrnu árið 2023 eftir öruggan sigur gegn Fluminense frá Brasilíu í úrslitaleik heimsbikarsins í Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri City, 4:0, en enska liðið fékk sannkallaða …

Manchester City er heimsmeistari félagsliða í knattspyrnu árið 2023 eftir öruggan sigur gegn Fluminense frá Brasilíu í úrslitaleik heimsbikarsins í Jeddah í Sádi-Arabíu í gær.

Leiknum lauk með öruggum sigri City, 4:0, en enska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Julián Álvarez kom City yfir þegar tæp mínúta var liðin af leiknum.

Nino, fyrirliði Fluminense og miðvörður liðsins, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 27. mínútu og City leiddi því með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik.

Phil Foden skoraði þriðja mark Manchester City á 72. mínútu og Álvarez innsiglaði svo sigur Manchster City á 88. mínútu með öðru marki sínu og fjórða marki City.

Manchester City, undir stjórn Spánverjans Pep Guardiola, hefur verið afar sigursælt á árinu en liðið er nú ríkjandi heimsmeistari, Evrópumeistari, Englandsmeistari og bikarmeistari.