Jake Sullivan
Jake Sullivan
Bandaríkjamenn sögðu í gær að þeir hygðust beita erlenda banka refsiaðgerðum sem styðja stríð Rússa í Úkraínu. „Við erum að senda mjög skýr skilaboð: Sá sem styður ólögmætan stríðsrekstur Rússa á á hættu að missa aðgang að bandaríska…

Bandaríkjamenn sögðu í gær að þeir hygðust beita erlenda banka refsiaðgerðum sem styðja stríð Rússa í Úkraínu.

„Við erum að senda mjög skýr skilaboð: Sá sem styður ólögmætan stríðsrekstur Rússa á á hættu að missa aðgang að bandaríska fjármálakerfinu,“ sagði Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi.

Wally Adeyemo aðstoðarfjármálaráðherra sagði að stórir bankar í löndum eins og Kína, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefðu að mestu reynt að komast hjá refsiaðgerðum Bandaríkjanna og að nýju aðgerðirnar myndu beinast að smærri stofnunum. „Rússar eru að fara í gegnum lítil fyrirtæki til að fá hluti eins og örtölvur og vélbúnað. En öll þessi fyrirtæki þurfa samt að nota fjármálakerfið.“