Prag Kveikt var á hundruðum kerta við háskólann í gær.
Prag Kveikt var á hundruðum kerta við háskólann í gær. — AFP/Michal Cizek
Ríkisstjórnin lýsti yfir þjóðarsorg í gær. Opinberar byggingar munu flagga í hálfa stöng og mínútu þögn verður í hádeginu til að minnast fórnarlamba skotárásarinnar við Karlsháskóla á fimmtudag. Lögreglan tilkynnti í gær að fórnarlömb árásarinnar…

Ríkisstjórnin lýsti yfir þjóðarsorg í gær. Opinberar byggingar munu flagga í hálfa stöng og mínútu þögn verður í hádeginu til að minnast fórnarlamba skotárásarinnar við Karlsháskóla á fimmtudag.

Lögreglan tilkynnti í gær að fórnarlömb árásarinnar hefðu verið 13 auk árásarmannsins sem svipti sig lífi eftir ódæðið. Nokkur fórnarlambanna voru samnemendur árásarmannsins í háskólanum og öll voru þau myrt í skólabyggingunni. Þrjú fórnarlambanna voru útlendingar og hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í gær að eitt þeirra væri hollenskt.

Lögreglan telur að árásarmaðurinn hafi einnig myrt ungan mann og tveggja mánaða dóttur hans, sem voru myrt 15. desember í Prag, Engar skýringar hafa fundist á athæfi árásarmannsins.