30 ára Glódís ólst upp á Vatnsenda í Kópavogi en býr í 101 Reykjavík. Hún er með í BS-gráðu í jarðfræði frá HÍ, er einn af eigendum veitingastaðarins Skreið og vinnur þar. Hún starfar líka sem plötusnúður

30 ára Glódís ólst upp á Vatnsenda í Kópavogi en býr í 101 Reykjavík. Hún er með í BS-gráðu í jarðfræði frá HÍ, er einn af eigendum veitingastaðarins Skreið og vinnur þar. Hún starfar líka sem plötusnúður. Glódís er tvöfaldur Evrópumeistari í hópfimleikum. Áhugamálin eru líkamsrækt, tónlist og góður matur.


Fjölskylda Eiginmaður Glódísar er Steinþór Helgi Arnsteinsson, f. 1984, einn af eigendum Skreiðar og starfar þar, plötusnúður og umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín. Þau Glódís eru líka meðeigendur að Röntgen bar. Sonur þeirra er Einar Glói, f. 2017. Foreldrar Glódísar eru Bryndís Björk Guðjónsdóttir, f. 1961, hárgreiðslukona með eigin stofu, Topphár, búsett í Garðabæ, og Guðgeir Jónsson, f. 1958, íþróttakennari að mennt, en vinnur við jarðboranir, búsettur á Akureyri.