— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Flugvél Ernis lenti á Aðaldalsflugvelli um kl. 15 í gær. Þetta var síðasta flug Ernis til Húsavíkur fyrir jól en gera má ráð fyrir að um borð hafi…

Flugvél Ernis lenti á Aðaldalsflugvelli um kl. 15 í gær. Þetta var síðasta flug Ernis til Húsavíkur fyrir jól en gera má ráð fyrir að um borð hafi verið margir Húsvíkingar sem sækja nú bæinn heim yfir hátíðarnar. Einhver snjókoma var á Norðurlandi í gær. Vindáttin var norðlæg og blés um 3-10 metra á sekúndu. Ernir átti að hætta áætlunarflugi frá Reykjavík til Húsavíkur á árinu en samningar náðust um að halda fluginu á lofti út febrúar. Húsvíkingarnir sem lentu í gær munu því enn geta flogið aftur suður eftir áramót.