Úrvalsliðið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur leikið afar vel með Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni þar sem hún er að láni.
Úrvalsliðið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur leikið afar vel með Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni þar sem hún er að láni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í úrvalsliði fyrri hluta þýsku 1. deildarinnar að mati 90 min í Þýskalandi. Karólína hefur leikið afar vel með Leverkusen á leiktíðinni, þar sem hún er að láni frá Bayern München út tímabilið

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í úrvalsliði fyrri hluta þýsku 1. deildarinnar að mati 90 min í Þýskalandi.

Karólína hefur leikið afar vel með Leverkusen á leiktíðinni, þar sem hún er að láni frá Bayern München út tímabilið. Karólína er samningsbundin hjá Bayern til ársins 2025.

Í tíu deildarleikjum með Lever-kusen á tímabilinu hefur Karólína skorað fimm mörk og lagt upp þrjú til viðbótar.

Hefur hún verið í byrjunarliði í öllum deildarleikjum Leverkusen til þessa og er í lykilhlutverki hjá liðinu. Þá hefur hún einnig leikið tvo bikarleiki.

Leverkusen er í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig í tíu leikjum.